Stillt upp hjá Sjálfstæðisflokknum í Fjarðabyggð: Þrír af fjórum halda áfram

xd fbyggd jan14 sigadÞrír af fjórum bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð gefa kost á sér til vals á listann fyrir sveitastjórnarkosningar í vor en Ásta Kristín Sigurjónsdóttir ætlar að hætta. Hún fer hins vegar fyrir valnefnd sem raðar upp á listann.

Á félagsfundi fyrir jól var ákveðið að stilla upp á listann og kjósa valnefnd en Ásta Kristín er formaður hennar. Þar var einnig ljóst að þeir Jens Garðar Helgason, Valdimar O. Hermanns og Sævar Guðjónsson gefa kost á sér til áframhaldandi setu í bæjarstjórn en Ásta ætlar að hætta eftir eitt kjörtímabil.

Í samtali við Austurfrétt sagði Ásta að hún kæmi bæjarstjórnarstarfinu ekki fyrir í annasamri dagskrá þar sem hún starfar að fjölbreyttum verkefnum á fjórðungsvísu sem verkefnastjóri hjá Austurbrú.

Hún segir vinnu við uppstillinguna ganga vel og töluverður áhugi sé á að starfa að bæjarmálum í Fjarðabyggð.

„Við auglýstum eftir áhugasömu fólki í síðustu viku og höfum orðið vör við töluverðan áhuga. Ég á von á fjölbreyttum og flottum lista í vor.

Í sveitarfélaginu eru mörg spennandi og krefjandi verkefni framundan og það eru margir sem vilja leggja sitt af mörkum við þau og hafa áhrif."

Núverandi bæjarfulltrúar að störfum. Frá vinstri: Valdimar O. Hermannsson, Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, Sævar Guðjónsson og Jens Garðar Helgason. Mynd: SigAð.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.