Rafvæðing fiskimjölsverksmiðjanna á Austurlandi stórt umhverfismál fyrir landið allt

forseti faskrudsfjordur 0056 webAukin hagkvæmni í rekstri og margfalt minni mengun varð til þess að Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði rafvæddi fiskimjölsverksmiðju sína fyrir um ári. Framkvæmdastjórinn segir að kostnaðurinn við framkvæmdirnar skili sér fljótt til baka í ódýrari rekstri.

„Í fyrsta lagi er þetta mun hagkvæmara en að bræða olíu og í öðru lagi er þetta afar umhverfisvænt. Framvegis fer engin mengun af brenndri olíu út í andrúmsloftið frá bræðslunni. Raforkuvæðing fiskimjölsverksmiðjanna á Austurlandi er gríðarlega stórt umhverfismál fyrir landið í heild."

Þetta segir Friðrik Mar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði. Raforkukaup austfirsku sjávarútvegsfyrirtækjanna hafa undanfarin tvö ár tvöfaldast og á Loðnuvinnslan einna stærstan þátt í þeirri aukningu.

„Þetta er veruleg fjárfesting en við vitum að hún skilar sér á skömmum tíma," bætir hann við en áætlað er að kostnaður Síldarvinnslunnar, Eskju og Loðnuvinnslunnar við að rafvæðast sé samanlagt um þrír milljarðar króna.

Framkvæmdunum lauk fyrir tæpu ári síðan en raforkan fór að berast síðasta vor. Fyrirtækið kaupir ótrygga orku af Orkusölunni og RARIK. Því eru gömlu olíukatlarnir tilbúnir.

„Við erum klárir með okkar katla ef eitthvað kemur upp á og rjúfa þarf strauminn."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.