BVA leigir rekstur Bifreiðaverkstæðis Sigurteins: Tilgangurinn að bæta þjónustuna

markus eythorsson jan14Bifreiðaverkstæði Austurlands (BVA) á Egilsstöðum leigir frá og með mánaðarmótum húsnæði og tæki Bifreiðaverkstæðis Sigursteins á Breiðdalsvík auk þess sem starfsmenn verkstæðisins á Breiðdalsvík tilheyra framvegis BVA. Framkvæmdastjóri BVA segir að helsta breytingin verði öflugri þjónusta á Breiðdalsvík.

„Megintilgangur þessa breytinga er að bæta þjónustuna á Breiðdalsvík. Þar verður hægt að vera með viðurkennda þjónustu, svo sem ábyrgðarviðgerðir, fyrir þessar þrettán bílategundir frá B&L, Öskju og Toyota sem við þjónustum og seljum," segir Markús Eyþórsson, framkvæmdastjóri BVA.

„Það verður sífellt dýrara og flóknara að uppfylla þær kröfur sem framleiðendur gera. Við uppfyllum þær nú þegar fyrir þessar tegundir.

Þessar breytingar bæta nýtinguna á okkar kostnaði og þýða að hægt verður að veita hana á samkeppnishæfu verði á Breiðdalsvík sem einyrki gæti ekki gert."

Ingólfur Finnsson og Helga Hrönn Melsteð hafa árum saman rekið verkstæðið á Breiðdalsvík. Þau koma bæði til starfa hjá BVA en verða með starfsstöð á Breiðdalsvík.

„Það verður áfram föst opnun á Breiðdalsvík og þau reka sína stöð áfram eins og verið hefur. Breiðdælingar ættu ekki að sjá neinar breytingar nema að þeir geta sótt ábyrgðarviðgerðir á staðinn.

Eins verður símsvörun til staðar þegar þau eru ekki við í sínu fyrirtæki og þegar þau eru frá í lengri tíma kemur maður frá okkur og heldur uppi þjónustu á staðnum."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.