Sautján norsk loðnuveiðiskip við bryggju á Seyðisfirði - Myndir

lodnuskip sfk jan14 omarb 5Sautján norsk loðnuveiðiskip og eitt íslenskt liggja við bryggju á Seyðisfirði. Fleiri eru væntanleg. Bræla er á miðunum og engin loðna hefur fundist. 

„Það komu sjö skip síðasta föstudag og síðan hefur verið að bætast við í gær og fyrradag," segir Jóhann Hansson, hafnarstjóri á Seyðisfirði.

Norsku skipin eru sautján en auk þeirra er Bjarni Ólafsson á Seyðisfirði. Þá er vitað af einu til viðbótar á leiðinni inn. „Þau liggja hér undan veðri," segir Jóhann.

Hann segir norsku skipin velja Seyðisfjörð þar sem staðurinn sé vel þekktur í Noregi frá fornu fari og bryggjuplássið mikið og gott.

Að meðaltali eru tíu í áhöfn hvers skips. Áhöfnin á íslenska skipinu hélt til síns heima en Norðmennirnir bíða um borð. „Þeir fara bara á pöbbinn," segir Jóhann léttur í bragði.

Myndir: Ómar Bogason og skjáskot af MarineTraffic.com

sfk skip marinetraffic 31012014
lodnuskip sfk jan14 omarb 1lodnuskip sfk jan14 omarb 2lodnuskip sfk jan14 omarb 3lodnuskip sfk jan14 omarb 4
 

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.