Norðfjarðargöng: Sigmundur Davíð rauf 500 metra múrinn

feb05022014 1Fimm hundruð metra múrinn í greftri nýrra Norðfjarðarganga var rofinn í gær. Forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sem var á ferð um svæðið í kjördæmaviku sprengdi áfangann.

Með honum í för voru Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður, Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður forsætisráðherra og Sigurður Egilsson, starfsmaður forsætisráðuneytisins.

Gestirnir fóru inn að stafni í fylgd með starfsmönnum eftirlits og verktaka og fylgdust með þegar verið var að hlaða sprengiefni í stafninn. Þegar stafninn var fullhlaðinn, sprengdi Sigmundur Davíð færuna og rauf þar með 500 metra múrinn.

Mynd 1: Stafninn og hleðsluvinnan skoðuð. Frá vinstri: Sigurður Egilsson, starfsmaður forsætisráðuneytisins, Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður, Ales Gothard, verkefnisstjóri Metrostav, Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður forsætisráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra.

Mynd 2: Stafninn að verða hlaðinn. Frá vinstri: Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður, Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra Ales Gothard, verkefnisstjóri Metrostav og Birgir Jónsson, Hnit verkfræðistofa hf.

Mynd 3: Ales Gothard fræðir gestina um jarðgangagerðina.

Ljósmyndir: Ófeigur Örn Ófeigsson, Hnit verkfræðistofa

feb05022014 2feb05022014 3

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.