Gunnþór Ingva: Hátt veiðigjald á loðnu letur menn til leitar

gunnthor svn mai12Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað segir tvöföldun veiðigjalds á loðnu á milli ára gera menn tregari til að kosta miklu til við að leita að fiskinum. Loðnuvertíðin hefur farið afar hægt af stað.

„Það er lítill kvóti, það hefur lítið veiðst og lítið sést. Það er því ekki bjart yfir mönnum," segir Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.

Hann segir menn þó ekki vera farna á taugum yfir loðnuvertíðinni. „Það er ekki eins og þetta hafi ekki gerst áður. Hún hefur oft látið bíða eftir sér," segir hann og bætir við að slæmt tíðarfar bæti ekki úr skák.

Gunnþór segir að við bætist hækkun á veiðigjöldum á loðnu sem letji menn til leitar. „Gjaldið er miðað við útkomu síðustu ár á sama tíma og við erum með brot af kvótanum frá í fyrra. Það er búið að tvöfalda þau á milli ára og taka alla afkomu út úr greininni.

Það ýtir undir að menn fari hægar í sakirnar og freisti þess að gera sem mest verðmæti úr kvótanum með sem minnstum tilkostnaði. Það leiðir til þess að menn eru daufari en áður í að kosta til olíu og öðru slíku við loðnuleit."

Bræla á miðunum og lítil fiskgengd hefur gert það að verkum að mörg skip hafa legið við bryggju á Austfjörðum. Austurfrétt greindi fyrir helgi frá átján norskum loðnuskipum sem voru á Seyðisfirði og norsk skip voru við bryggjur víðar í fjórðungnum þann dag. Mörg íslensk og norsk loðnuveiðiskip héldu hins vegar til leitar í byrjun vikunnar og eru nú út af suðausturlandi.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.