Veiddi virkt tundurdufl úti fyrir Austfjörðum
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 05. feb 2014 20:27 • Uppfært 05. feb 2014 20:28
Bergey VE fékk í morgun virkt tundurdufl í vörpuna úti á Skrúðsgrunni. Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar voru kallaðir til og fóru um borð í skipið og gerðu duflið óvirkt.
Að því er fram kemur á vef Landhelgisgæslunnar var um að ræða þýskt dufl frá síðari heimsstyrjöldinni með 35 kg hleðslu.
Þyrla flutti sérfræðingana og búnað þeirra austur og fóru þeir með varðskipinu Þór um borð í Bergeyju. Ekki var talin þörf á að flytja áhöfnina frá borði en duflið var gert óvirkt um borð.
Bergey sigldi síðan í fylgd Þórs að minni Reyðarfjarðar þar sem tundurduflinu var eytt.
Mynd: Landhelgisgæslan