Skip to main content

Er innanlandsflug raunhæfur samgöngukostur fyrir Austurland?

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 06. feb 2014 11:12Uppfært 06. feb 2014 11:12

flug flugfelagislands egsflugvFöstudaginn 7. febrúar nk. kl. 12.00 standa Samband sveitarfélaga á Austurlandi og Austurbrú fyrir fundi á Hótel Héraði þar sem rætt verður innanlandsflug og verðlagningu flugfargjalda. Gestur á fundinum verður Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands.


Í dag eru flugsamgöngur til og frá Reykjavík orðnar verulega íþyngjandi fyrir íbúar Austurlands og alla starfsemi þar. Hvernig er hægt að efla innanlandsflug sem raunhæfan samgöngukost fyrir landsfjórðunginn? Hver er möguleg aðkoma stjórnvalda í málinu?

Markmið fundarins er að vekja athygli á þessu stóra hagsmunamáli Austurlands í samgöngu- og samfélagslegu tilliti. Árni Gunnarsson mun fara yfir samsetningu flugfargjalda, tíðni fluga og aðra þá þjónustu sem Flugfélag Íslands býður íbúum, fyrirtækjum og stofnunum á Austurlandi.

Þá verða stuttar framsögur frá fulltrúum atvinnulífs, sveitarfélaga (þ.m.t. íbúa, íþróttafélaga og félagasamtaka) og stoðþjónustu og stofnana á Austurlandi.

Á fundinum verða skoðaðar leiðir til úrlausna og viðbragða en gert er ráð fyrir að eftir framsöguerindi verði fyrirspurnir og umræður.