Hanna Birna: Ráðuneytið hefur ekkert að fela

hana birna kristjansdottir feb14Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, segir ekkert að fela hjá ráðuneytinu við það hvernig minnisblað úr ráðuneytinu um með viðkvæmum persónuupplýsingum um hælisleitanda barst í hendur fjölmiðla. Ríkissaksóknari fól í dag lögreglunni að rannsaka hvernig það gerðist.

„Við höfum ekkert að fela," sagði hún á opnum fundi sjálfstæðismanna á Héraði í dag. „Ríkissaksóknari ákvað, meðal annars að okkar undirlagi, að rannsaka málið frekar."

Hún sagði „hælisleitanda hafa ákveðið að kæra" ráðuneytið. Það hefði sjálft „ekki burði" til að rannsaka málið en því verið komið í hendur þar til bærra aðila.

Í yfirlýsingu frá ríkissaksóknara í dag kom fram að embættinu hefðu í gær borist upplýsingar og gögn frá ráðuneytinu vegna kærunnar.

Í kjölfarið hefði kæran og gögnin úr ráðuneytinu verið framsend til „viðeigandi meðferðar" hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.