Mestum uppsjávarafla landað í Neskaupstað

neskMestum uppsjávarafla var landað í Neskaupstað á síðasta ári eða rúmlega 200.000 tonnum. Sex austfirskar hafnir eru á lista þeirra tíu sem taka við mestum afla en alls er um 60% uppsjávaraflans landað í fjórðungnum.

Þetta kemur fram í tölum frá Fiskistofu. Þar kemur fram að löndun uppsjávarafla hafi í auknu mæli færst til Austfjarða. Árið 1993 hafi 42% hans verið landað í fjórðungnum en hlutfallið síðan vaxið í 61%.

Rúmum 210.000 tonnum var landað í Neskaupstað í fyrra sem er svipað og árið 2012 en það eru tæp 23% heildaraflans.

Á Vopnafirði var landað rúmum 106.000 tonnum eða 11,5% og er sú höfn í þriðja sæti á landsvísu. Á milli koma Vestmannaeyjar með tæp 19% aflans.

Í frétt Fiskistofu segir að mestu hafi verið landað af loðnu í Neskaupstað, rúmlega 100.000 tonnnum eða 47,9%. Um 50.000 tonn voru síld og makríll 34.000 tonn. Engin önnur höfn kemst nálægt hlutdeild Neskaupstaðar í síld en tæpum þriðjungi allrar þeirrar síldar sem kemur á land hérlendis er landað þar.

Uppsjávarafli í austfirskum höfnum 2013

Röð á landsvísu Höfn Magn Hlutfall
1. Neskaupstaður 210.169 22,7%
3. Vopnafjörður 106.485 11,5%
4. Eskifjörður 86.491 9,4%
5. Hornafjörður 66.583 7,2%
7. Seyðisfjörður 44.076 4,8%
9. Fáskrúðsfjörður 37.450 4,1%
12. Reyðarfjörður 10.819 1,2%

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.