Stillt upp hjá Framsókn á Fljótsdalshéraði: Stefán Bogi gefur kost á sér til að leiða listann áfram

ab meirihluti gj sbsUppstillinganefnd mun raða á lista Framsóknarflokksins fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor. Forseti bæjarstjórnar, Stefán Bogi Sveinsson, gefur kost á sér til að leiða listann áfram en Eyrún Arnardóttir ætlar ekki að halda áfram.

„Nei, ég ætla ekki að halda áfram. Þetta tekur of mikinn tíma þegar maður er í fullri vinnu og með tvö börn," sagði Eyrún í samtali við Austurfrétt.

Stefán Bogi Sveinsson, sem fór fyrir listanum í síðustu kosningum, gefur kost á sér til að leiða listann áfram. Þriðji bæjarfulltrúinn, Páll Sigvaldason, sagðist í samtali við Austurfrétt ekki hafa gert endanlega upp hug sinn.

Þorvaldur Hjarðar, formaður Framsóknarfélags Héraðs og Borgarfjarðar, staðfesti við Austurfrétt að uppstillinganefnd hefði hafið störf. Hann kvaðst ánægður með störf núverandi bæjarfulltrúa. „Þeir hafa staðið sig vel því þeir tóku nánast við þrotabúi."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.