Óðinn Gunnar: Flóðbylgjan er að koma, eru veiðarfærin í lagi?

odinn gunnar odinsson feb14Hugmyndir eru uppi um töluverðar breytingar á ásýnd þéttbýlisins á Egilsstöðum til að gera það meira aðlaðandi fyrir gesti staðarins sem og íbúa. Samvinna er mikilvæg til að efla staðinn sem ferðamannastað.

Þetta kom fram í máli Óðins Gunnars Óðinssonar, atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúa Fljótsdalshéraðs á stofnfundi félags um þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað í morgun.

Segja má að stofnfundurinn sé afrakstur tveggja ára undirbúningsvinnu til að efla verslun og þjónustu á Fljótsdalshéraði sem Óðinn Gunnar segir ljóst að séu „lykilatvinnugreinar" á svæðinu.

Spár virðast vera að rætast um mikla fjölgun ferðamanna hérlendis og Óðinn spyr hvort menn séu tilbúnir að taka á móti ferðamönnunum.

„Tími okkar er að koma. Flóðbylgjan er á leiðinni yfir landið. Kosturinn við að vera síðastir er að við getum lært af öðrum. Spurningin er hvernig við ætlum að taka á móti henni og hvort veiðarfærin séu í lagi?"

Óðinn Gunnar sagði samstarfsvettvang á borð við þann sem stofnaður var í morgun mikilvægan fyrir svæðið. Út á við verði menn að vinna saman þótt keppt sé innbyrðis. Eftir allt hagnist allir á stærri köku.

Menn þurfi að standa saman í mótun stefnunnar og vera tilbúnir að fylgja eftir þeim ákvörðunum sem teknar eru.

Vörumerki staðarins þarf að vera vel skilgreint til að markaðssetning verði markviss. Í því hefur verið unnið fyrir Fljótsdalshéraðs þótt vinnunni sé ekki lokið.

Í undirbúningsvinnunni hefur talsvert verið rætt um ásýnd bæjarins en komið er inn á iðnaðarsvæði í Fellabæ og á Egilsstöðum nánast úr sama hvaða átt menn koma. Þá þarf að skoða ásýnd miðbæjarins á Egilsstöðum en til stendur að fara yfir deiliskipulag svæðisins.

„Miðbæir eru mikilvægir því þar þjappast saman þjónustan og eins einstaklingar sem sækja í þjónustuna. Við höfum fengið að heyra það frá samstarfsaðilum okkar sem vinna að því að koma ferðamönnum til okkar að ásýnd miðbæjarins sé ekki nógu góð.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.