Skip to main content

Uppstillingarnefnd hefur hafið störf hjá Framsóknarflokknum á Seyðisfirði

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 19. feb 2014 11:31Uppfært 19. feb 2014 12:07

vilhjalmur jonsson sfk des13Stillt verður upp á lista Framsóknarflokksins á Seyðisfirði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Von er á að listinn verði tilbúinn í byrjun mars.


„Uppstillingarnefnd hittist í fyrsta skiptið í fyrradag og við stefnum svo að því að hafa fund í byrjun mars þar sem væntanlega verða kynntar hugmyndir að lista," segir Eydís Bára Jóhannsdóttir, formaður nefndarinnar.

Eydís Bára á sæti í bæjarstjórninni í dag ásamt bæjarstjóranum Vilhjálmi Jónssyni. Flokkurinn er í meirihluta ásamt Sjálfstæðisflokki.

Þau svöruðu ekki fyrirspurn Austurfréttar um hvort þau hyggðust gefa kost á sér áfram til setu í bæjarstjórn.