Líneik Anna: Flugið verður að vera hluti af almenningssamgöngum

lineik anna nov12Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, segir að flokka verði áætlunarflug innanlands sem almenningssamgöngur. Gallinn sé sá að almenningssamgöngur hafi verið olnbogabarn sem enginn hafi viljað taka ábyrgð á til þessa.

„Því miður hefur það lengst af verið með almenningssamgöngur eins og óhreinu börnin hennar Evu, það vill helst enginn vita af þeim, skipuleggja þær eða bera fjárhagslega ábyrgð. Það verður að breytast," sagði Líneik Anna á Alþingi í gær.

Ummæli hennar féllu í framhaldi af fundi um flugfargjöld sem haldinn var á Egilsstöðum fyrir skemmstu. Þar kom fram að kostnaður við innanlandsflug er verulega íþyngjandi fyrir íbúa, atvinnulíf og í raun samfélagið allt á Austurlandi.

„Til að allir geti nýtt flugið þarf eitthvað að breytast, bæði hjá opinberum aðilum og flugfélaginu sem eitt býður upp á ferðir milli Egilsstaða og Reykjavíkur. Það sama á að sjálfsögðu við á öðrum flugleiðum innan lands. Flugið er nauðsynlegur samgöngukostur fyrir marga íbúa landsins og verður að vera hluti af almenningssamgöngum innan lands."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.