Páll hættir sem sveitarstjóri Breiðdalshrepps

pall baldurssonPáll Baldursson hefur ákveðið að hætta sem sveitarstjóri Breiðdalshrepps eftir kosningar í vor. Hann segir tíma vera kominn til að breyta til eftir átta ára starf.

„Það er nokkuð langt síðan ég ákvað þetta," staðfestir Páll. Hann hyggst flytja með fjölskyldu sinni í Egilsstaði en eiginkona hans er þaðan.

Páll bauð sig fram til sveitastjórnar í Breiðdalshreppi vorið 2006 og tók við sem sveitarstjóri að loknum kosningum auk þess að sitja í sveitastjórninni. Hann var ekki á lista fyrir síðustu kosningar en var ráðinn sveitarstjóri áfram.

„Í vor verða komin átta ár í þessu starfi og ég held það sé bara bæði gott fyrir mig og aðra að breyta til varðandi þetta," sagði Páll í samtali við Austurfrétt.

Aðspurður segist hann ekki vera búinn að ákveða hvað hann taki sér fyrir hendur frá og með vorinu og sé í raun „furðu lítið farinn að hugsa út í það."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.