Skip to main content

Einn fluttur norður með sjúkraflugi eftir harðan árekstur í Fellabæ

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 22. feb 2014 16:21Uppfært 22. feb 2014 16:22

logreglanKarlmaður um tvítugt var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar eftir harðan árekstur tveggja jeppabifreiða í Fellabæ í gærkvöldi.


Slysið átti sér stað seint í gærkvöldi við gatnamótin hjá Olís. Annar bílanna kom eftir þjóðvegi eitt og átti forgang en hinn var að beygja inn á þjóðveginn.

Ökumaður síðarnefnda bílsins slasaðist á höfði og var fluttur norður á Akureyri með sjúkraflugi. Þar tókst að gera að sárum hans og er líðan hans eftir atvikum góð, samkvæmt upplýsingum Austurfréttar.

Hann er grunaður um ölvun við akstur og að hafa brotið gegn stöðvunarskyldu. Farþegi sem var með honum í bíl fékk heilahristing. Foreldrar hans komu og sóttu hann.

Ökumaður hins bílsins var einn á ferð og slapp ómeiddur.