Gekk ljómandi vel að opna Oddsskarðið í morgun

fjardarheidi 30012013 0075 webVegurinn yfir Oddsskarð var opnaður fyrir almennri umferð um klukkan níu í morgun. Fært er fyrir fjórhjóladrifna bíla yfir Fjarðarheiði. Á báðum stöðum er unnið í að opna enn betur.

„Þetta gekk ljómandi vel í morgun," segir Svavar Valtýsson hjá Vegagerðinni. Samkvæmt kortum Vegagerðarinnar er hált um Oddsskarð en fært fyrir alla bíla.

Snjóblásarar eru að störfum og unnið í að breikka snjógöngin þannig að umferð gangi sem best.

Fært er yfir Fjarðarheiði á fjórhjóladrifnum bílum. Þar er sömuleiðis verið að hreinsa snjó af og breikka. Vonast er til að opið verði fyrir alla umferð síðar í dag.

Í morgun var einnig rutt til Vopnafjarðar, Borgarfjarðar og Háreksstaðaleið. Snjóþekja er á flestum vegum á Austurlandi en mokstur víða í gangi.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.