Austurvarp: Gríðarlegt snjómagn á Oddsskarði
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 24. feb 2014 20:28 • Uppfært 24. feb 2014 20:31
Vegurinn fyrir Oddsskarð var opnaður í morgun fyrri almennri umferð á ný en hann hafði verið lokaður frá því aðfaranótt föstudags. Um 100 millimetra úrkoma mældist á svæðinu yfir helgina.
Úrkomunni fylgdi talsverður vindur og lokuðust leiðir til bæði Norðfjarðar og Seyðisfjarðar yfir helgina. Meðfylgjandi myndskeið var tekið á leiðinni yfir Oddsskarð fyrir hádegi í dag.