Lagt til að Anna Alexanders leiði lista Sjálfstæðisflokksins á Héraði

anna alexandersdottir 2012Anna Alexandersdóttir, verkefnastjóri hjá Austurbrú og varabæjarfulltrúi, leiðir lista Sjálfstæðismanna á Fljótsdalshéraði í komandi sveitarstjórnarkosningum samkvæmt tillögu kjörnefndar sem lögð var fram á fundi í gær.

Kjörnefnd lagði fram tillögu að níu efstu sætum listans. Staðfesta þarf listann á fundi fulltrúaráðs sjálfstæðismanna á Héraði sem stefnt er að verði í næstu viku. Á þeim fundi verður væntanlega gengið frá endanlegum framboðslista fyrir kosningarnar í lok maí.

Anna var í fjórða sæti listans fyrir síðustu kosningar. Hún er 43ja ára gömul, fædd og uppalin á Vopnafirði en hefur búið á Egilsstöðum í tæp tuttugu ár.

Hún er lærður iðjuþjálfi og hársnyrtimeistari og hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn auk þess sem hún hefur farið fyrir foreldrastarfi og verið formaður fimleikadeildar Hattar.

Guðmundur Sveinsson Kröyer, sérfræðingur í umhverfismálum hjá Alcoa verður í öðru sæti samkvæmt tillögunni, Guðbjörg Björnsdóttir, fjármálastjóri hjá Rafteymi í því þriðja og Viðar Örn Hafsteinsson, íþróttakennari í fjórða.

Í fimmta sæti verður Karl S. Lauritzson, bæjarfulltrúi og viðskiptafræðingur, Þórhallur Harðarson, fulltrúi forstjóra HSA í því sjötta, Adda Birna Hjálmarsdóttir, lyfjafræðingur í því sjöunda, Guðrún Ragna Einarsdóttir, bóndi á Skjöldólfsstöðum í því áttunda og Aðalsteinn Jónsson, bóndi í Klausturseli í því níunda.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.