Tuttugu tíma útkall til að bjarga ferðalangi sem tók ekki mark á lokunarskiltum

brimrun5 webBjörgunarsveitarmenn úr Vopna á Vopnafirði snéru aftur seinni partinn í gær eftir tuttugu tíma útkall. Farið var til að bjarga ferðalangi sem virti að vettugi allar athugasemdir um lokun á Möðrudalsöræfum.

Frá þessu er greint á Facebook-síðu Vopna. Þrjár sveitir tóku þátt í aðgerðinni og lögðu til níu manns á sex jeppum.

Sveitirnar voru kallaðar út af lögreglu rétt eftir klukkan átta á laugardagskvöld til að aðstoða mann sem sat fastur í bíl sínum á Möðrudalsöræfum.

„Þetta var fólksbíll sem sat fastur eftir að hafa farið framhjá lokunum Vegagerðarinnar við Kröfluafleggjarann í Mývatnssveit. Hann virti að vettugi hlið með skiltum sem á stendur á nokkrum tungumálum að vegurinn sé lokaður, það eru blikkljós á hliðinu!"

Hliðinu var lokað um miðjan dag á laugardegi og vegurinn merktur ófær á kortum Vegagerðarinnar.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.