Framboðsmál á Vopnafirði skammt á veg komin

vopnafjordur 2008 sumarFramboðsmál á Vopnafirði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor virðast almennt skammt á veg komin. Framboðin eru að hefja undirbúningsvinnuna og vonast til að hún gangi hratt fyrir sig.

Kosið verður þann 31. maí í vor. Frestur til að skila framboðslistum er til laugardagsins 10. maí en utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst 5. apríl.

„Við höfum ekki tekið ákvörðun um okkar mál ennþá. Þetta ætti að skýrast á næstu dögum," segir Þórunn Hrund Óladóttir, bæjarfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs á Seyðisfirði.

Á Vopnafirði eru menn rétt að byrja að vinna í framboðsmálum. Sigríður Elva Konráðsdóttir, hjá K-lista félagshyggjufólks, sagði að þaðan væri ekkert að frétta af framboðsmálum en kvaðst vonast til að þau myndu skýrast fljótlega.

Bárður Jónasson, oddviti Framsóknarflokksins, sagði framboðsmálin „í vinnslu" og staðfesti að flokkurinn stefndi að framboði þar í vor.

Guðrún Anna Guðnadóttir, sem sæti á fyrir N-lista Nýs afls í sveitarstjórn staðfesti í samtali við Austurfrétt að hún myndi ekki gefa kost á sér áfram. Hún sagðist ekki heldur vita til þess að nein vinna væri farin af stað við undirbúning framboðsins í vor.

Ekki hafa fengist svör frá sjálfstæðismönnum á Vopnafirði um þeirra framboðsmál.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.