Guðný og Hafliði í Fossárdal hlutu Landbúnaðarverðlaunin

landbunadarverdlaunGuðný Gréta Eyþórsdóttir og Hafliði Sævarsson, bændur í Fossárdal í Djúpavogshreppi, hlutu um helgina Landbúnaðarverðlaunin sem afhent voru á Búnaðarþingi. Á jörðinni er rekin ferðaþjónusta, skógrækt og sauðfjárbúskapur

Verðlaunin eru hugsuð sem viðurkenning til aðila sem á einn eða annan hátt tengjast íslenskum landbúnaði og hafa sýnt með verkum sínum, áræðni og dugnað þannig að þau eru til fyrirmyndar.

Guðný Gréta og Hafliði hófu búskap í Fossárdal árið 1988 á jörðinni Eyjólfsstöðum í félagi við foreldra hennar. Fyrir 15 árum keyptu þau síðan jörðina Eiríksstaði í Fossárdal ásamt megninu af vélum og bústofni.

„Þau reka nú rekið sauðfjárbú með um 520 vetrarfóðraðar kindur, ferðaþjónustu, skógrækt og rafstöð. Frá árinu 1998 hefur verið unnið markvisst að kynbótum á sauðfénu, fyrst var stefnt að aukinni holdfyllingu og sett met á því sviði, seinni árin hefur verið kynbætt fyrir fleiri eiginleikum

Þau hafa byggt ný fullkomin fjárhús, umhirða gripa er til fyrirmyndar og öll umgengni einnig. Skógræktarsvæðið í Fossárdal er með fjölbreyttri skórækt og einnig nokkuð af skjólbeltum, ásamt vistvænni landgræðslu," segir í rökstuðningi fyrir valinu.

Guðný og Hafliði starfa líka utan bús við landpóstaþjónustu, rúning og smalamennsku.

Þetta var í átjánda skipti sem verðlaunin eru afhent. Að auki fengu íbúar í Friðheimum í Bláskógabyggð og Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn í Reykjavík Landbúnaðarverðlaunin.

Guðný Gréta og Hafliði lengst til vinstri ásamt öðrum verðlaunahöfum og landbúnaðarráðherra. Mynd:Bændasamtök Íslands

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.