Lögreglan leitar að vitnum að árekstri á Egilsstöðum
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 03. mar 2014 17:54 • Uppfært 03. mar 2014 17:55
Lögreglan á Egilsstöðum óskar eftir því að ná sambandi við ökumann bifreiðar sem ók utan í dökka Cherokee jeppabifreið á bifreiðastæðinu við Bónus á Egilsstöðum í gær, sunnudag, um klukkan 14:00 eða hvern þann sem einhverja vitneskju hefur um málið.
Þeir sem geta veitt lögreglu upplýsingar um málið eru beðnir um að hafa samband við lögregluna á Egilsstöðum í síma 470-2140.