Gott atvinnuástand meðal iðnaðarmanna: Vantar helst kvennastörf

sjomadur fundurAtvinnuástand meðal menntaðra iðnaðarmanna á Austurlandi er gott sem og atvinnuástandið almennt í fjórðungnum. Helst eru það störf sem teljast sem „hefðbundin kvennastörf" sem skortir í fjórðungnum.

Forsætisráðherra úthlutaði nýverið rúmum fimmtíu milljónum króna til sjö austfirskra verkefna af lið í fjárlögum sem áður heyrði undir ráðherranefnd um atvinnumál.

Í rökstuðningi með verkefnunum er tekið fram hvers konar atvinnu er vænst að þau skapi. Í öllum verkefnunum sjö er nefnt að iðnaðarmenn fái vinnu við framkvæmd þeirra. Í einu verkefni er sérstaklega tiltekið að fornleifafræðingur fái vinnu við skráningu og í einhverjum tilfellum verði til störf við menningu og ferðaþjónustu síðar.

Hins vegar virðist lítil þörf vera á að skapa sérstaklega störf fyrir iðnaðarmenn á Austurlandi.

„Það hefur verið talsverð fyrirspurn eftir faglærðum iðnaðarmönnum á Austurlandi undanfarin ár og það heyrir til undantekning að slíkur einstaklingur sé á atvinnuleysisbótum um einhvern tíma," segir Alfreð Steinar Rafsson, atvinnumiðlari hjá Vinnumálastofnun á Austurlandi, í svari við fyrirspurn Austurfréttar.

Hann bendir á að atvinnuleysi í fjórðungnum hafi verið með því minnsta á landinu. Um síðustu áramót hafi það verið 2,5% og farið niður í 1,5% í fyrrasumar.

„Helstu vandamál frá okkar bæjardyrum séð er skortur á hefðbundnum kvennastörfum. Það við um alla byggðakjarna á Austurlandi," segir Alfreð.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.