Reynt að opna á Möðrudalsöræfum þegar færi gefst til

fjardarheidi 30012013 0006 webVegagerðin hyggst reyna að opna á milli Akureyrar, Egilsstaða og Vopnafjarðar eftir því sem tækifæri gefst næstu daga. Ekki er samt útlit að hægt verði að þjónusta á leiðunum komist í samt lag fyrr en eftir næstu helgi.

Þetta kemur fram í upplýsingum sem Vegagerðin sendi frá sér í morgun. Í byrjun vikunnar gekk í gildi skipulag um að fækka mokstursdögum á Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði úr sex í tvo vegna aðstæðna.

Í tilkynningunni segir að reynt verði „að nýta alla þá daga sem gefast til að opna leiðirnar" og upplýsingar um það verði veittar á vef og í þjónustusíma Vegagerðarinnar.

Spáð er norðan og austanáttum með hvassviðri og úrkomu næstu daga. Útlit sé fyrir norðanátt svo langt svo augað eygir.

„Miðað við þetta er ekki líklegt að veður á Fjöllunum taki að róast að nokkru gagni fyrr en í fyrsta lagi eftir næstu helgi (17. mars) og er vonast til að eftir það komist vetrarþjónusta á þessu svæði í eðlilegt horf. Fram að þeim tíma verður reynt að nýta þá daga sem gefast til opnunar."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.