Skip to main content

Reynt að opna á Möðrudalsöræfum þegar færi gefst til

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 08. mar 2014 12:57Uppfært 08. mar 2014 12:58

fjardarheidi 30012013 0006 webVegagerðin hyggst reyna að opna á milli Akureyrar, Egilsstaða og Vopnafjarðar eftir því sem tækifæri gefst næstu daga. Ekki er samt útlit að hægt verði að þjónusta á leiðunum komist í samt lag fyrr en eftir næstu helgi.


Þetta kemur fram í upplýsingum sem Vegagerðin sendi frá sér í morgun. Í byrjun vikunnar gekk í gildi skipulag um að fækka mokstursdögum á Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði úr sex í tvo vegna aðstæðna.

Í tilkynningunni segir að reynt verði „að nýta alla þá daga sem gefast til að opna leiðirnar" og upplýsingar um það verði veittar á vef og í þjónustusíma Vegagerðarinnar.

Spáð er norðan og austanáttum með hvassviðri og úrkomu næstu daga. Útlit sé fyrir norðanátt svo langt svo augað eygir.

„Miðað við þetta er ekki líklegt að veður á Fjöllunum taki að róast að nokkru gagni fyrr en í fyrsta lagi eftir næstu helgi (17. mars) og er vonast til að eftir það komist vetrarþjónusta á þessu svæði í eðlilegt horf. Fram að þeim tíma verður reynt að nýta þá daga sem gefast til opnunar."