Skip to main content

Lögreglan skilaði matarvíninu

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 10. mar 2014 09:11Lorem ipsum dolor sit amet.

netto egs 0005 webNettó á Egilsstöðum hefur tekið aftur í sölu matarvín sem lögreglan tók úr sölu á föstudag. Skoðun lögreglu leiddi í ljós að heimilt er að selja vöruna hérlendis.


„Þeir höfðu samband við innflytjandann og það eru Evrópureglur sem heimila sölu á þessu. Þetta er í þriðja sinn sem þetta er tekið úr sölu tímabundið," segir Heiðar Róbert Birnuson, verslunarstjóri Nettó.

Að fenginni ábendingu tók lögreglan úr sölu matarrauðvín sem inniheldur 11% vínanda á föstudagsmorgun. Rúmum sólarhring síðan, að lokinni skoðun, var vínið komið aftur í hillur verslunarinnar.

„Þetta er bökunarvara sem er til sölu í flestum matvöruverslunum um allt land," segir Heiðar. „Það er ekkert athugavert við þessa vöru þannig séð. Mér fannst skrýtið að gripið væri til þessara aðgerða fyrst búið er að gera það tvisvar áður."