Nýr réttindagæslumaður fatlaðra á Austurlandi

bryndis gunnlaugsdottir rettindagaeslaBryndís Gunnlaugsdóttir tók við sem réttindagæslumaður fatlaðra á Austurlandi af Sigurlaugu Gísladóttur þann 1. mars.

Bryndís er þroskaþjálfi að mennt og lauk BA prófi í greininni frá Kennaraháskóla Íslands árið 2004. Hún hefur starfað við málefni fatlaðs fólks síðastliðin 16 ár.

Fyrst starfaði hún á sambýli fyrir fullorðna, síðar á dagvistunum hjá Ási styrktarfélagi, bæði á Lækjarási dagvistun fyrir fullorðna en lengst af á Lyngási sem er dagvistun fyrir fjölfötluð börn og ungmenni.

Þá vann Bryndís um skeið á geðdeild Landsspítalans og í grunnskóla áður en hún réðst austur á land.

Aðsetur réttindagæslumanns er áfram á Tjarnarbraut 39a (Vonarlandi), 700 Egilsstöðum og síminn sá sami og áður 858 1964. Netfangið er This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.