Skip to main content

Nýr réttindagæslumaður fatlaðra á Austurlandi

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 11. mar 2014 11:48Uppfært 11. mar 2014 11:54

bryndis gunnlaugsdottir rettindagaeslaBryndís Gunnlaugsdóttir tók við sem réttindagæslumaður fatlaðra á Austurlandi af Sigurlaugu Gísladóttur þann 1. mars.


Bryndís er þroskaþjálfi að mennt og lauk BA prófi í greininni frá Kennaraháskóla Íslands árið 2004. Hún hefur starfað við málefni fatlaðs fólks síðastliðin 16 ár.

Fyrst starfaði hún á sambýli fyrir fullorðna, síðar á dagvistunum hjá Ási styrktarfélagi, bæði á Lækjarási dagvistun fyrir fullorðna en lengst af á Lyngási sem er dagvistun fyrir fjölfötluð börn og ungmenni.

Þá vann Bryndís um skeið á geðdeild Landsspítalans og í grunnskóla áður en hún réðst austur á land.

Aðsetur réttindagæslumanns er áfram á Tjarnarbraut 39a (Vonarlandi), 700 Egilsstöðum og síminn sá sami og áður 858 1964. Netfangið er This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..