Fundað um stjórnun- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs

100 salna supa 0064 webVatnajökulsþjóðgarður stendur fyrir opnum fundi á Egilsstöðum á laugardag vegna breytinga á stjórnun- og verndaráætlun þjóðgarðsins í kjölfar stækkunar síðasta vor þegar Krepputunga og Kverkárrani bættust við.

Svæðin eru innan hreppamarka Fljótsdalshéraðs en vegna stækkunarinnar þarf að fjalla um þau á sama hátt og önnur svæði sem fyrir eru. Umfjöllunarefnin eru meðal annars verndargildi einstakra staða, aðgengi og þjónusta. Markmið fundarins er að afla upplýsinga um hugmyndir og afstöðu hagsmunaaðila.

Dagskrá fundanna er í meginatriðum tvískipt:

1. Kynning á svæðinu
Þjóðgarðsvörður gefur yfirlit yfir svæðið sem bæst hefur við þjóðgarðinn í máli og myndum. Farið verður yfir helstu náttúruperlur sem þar er að finna, hvernig komast má um svæðið, hvernig þjónustu við ferðafólk er háttað og fleira.

2. Samráð um stjórnun
Á seinni hluta fundarins verður þátttakendum skipt í hópa eftir málefnum og þeir beðnir um að ræða hugmyndir sínar um stjórnun svæðisins.

Í tilkynningu frá þjóðgarðinum segir að mikilvægt sé að fá sem flest sjónarmið og hugmyndir skili sér í umræðunni sem efniviður í mótun breytinga á stjórnunar- og verndaráætlun. Svæðisráð muni síðan skila tillögu sinni að breytingum til stjórnar þjóðgarðsins.

Stjórn þjóðgarðsins fjallar þá um tillöguna og auglýsir hana, skv. 12. grein laga um Vatnajökulsþjóðgarð. Hagsmunaaðilum gefst þá kostur á að gera athugasemdir við tillöguna.

Þegar stjórn þjóðgarðsins hefur fjallað um fram komnar athugasemdir skilar hún tillögunni til umhverfis- og auðlindaráðherra til staðfestingar.

Fundurinn verður á Hótel Héraði frá klukkan 12-14 á laugardag. Sambærilegur fundur verður haldinn á Hótel Natura í Reykjavík fimmtudaginn 27. mars milli klukkan 16-18.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.