Reynt að moka alla daga yfir Fjöllin
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 14. mar 2014 15:16 • Uppfært 14. mar 2014 15:22
Vegagerðin ætlar að reyna að hefja aftur daglegan mokstur á Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði. Ekki verður þó mokað á morgun vegna slæmrar veðurspár.
Þetta kemur fram í tilkynningu sem Vegagerðin sendi frá sér í dag. Ef undan er skilinn morgundagurinn stendur til að moka alla daga „ef veður leyfir" og stefnt er á að fært og opið verði alla daga á milli klukkan 13:00 og 17:00.
Búast megi við að opnunartíminn lengist ef veður helst gott. Þetta gildir þar til annað verður ákveðið.