Skip to main content

Framleiðslustarfsmenn Fjarðaáls felldu nýjan kjarasamning

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 17. mar 2014 18:27Uppfært 17. mar 2014 18:28

alver alcoa april2013Nýr vinnustaðasamningur á milli Alcoa Fjarðaáls, Afls starfsgreinafélags og Rafiðnaðarsambands var felldur í atkvæðagreiðslu fyrir helgi. Verslunarmenn hjá Afli og starfsmenn í fiskimjölsbræðslum samþykktu hins vegar nýverið nýja samninga.


Rúm 57% þeirra sem greiddu atkvæði um samninginn við Fjarðaál sögðu nei en tæp 40% já. Tæplega 80% þeirra sem höfðu atkvæðisrétt tóku þátt í atkvæðagreiðslunni.

Verslunarmenn í AFL-i hafa hins vegar samþykkt nýjan kjarasamning en þeir felldu samning sem gerður var fyrir jól. Tæp 85% sögðu já en samningurinn gildir til eins árs. Aðeins 20% tóku þátt í kjörinu.

Þá samþykktu 82% þeirra sem greiddu atkvæði nýjan kjarasamning í fiskimjölsverksmiðjum á félagssvæði AFLS og stéttarfélagsins Drífanda.