Skip to main content

Atvinna sem byggir á menningu: Við viljum vera langflottust

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 20. mar 2014 17:14Uppfært 20. mar 2014 17:15

skapandi greinar austurbru 0006 webÚt frá landsmeðtaltali má reikna með að á milli 200-300 Austfirðingar hafi vinni við skapandi atvinnugreinar. Aukin áhersla er lögð á atvinnustarfsemina víða um heim.


„Við viljum vera langflottust," sagði Signý Ormarsdóttir, menningarfulltrúi Austurlands, á málþingi um skapandi greinar á Egilsstöðum á þriðjudag.

Víðasta skilgreining á skapandi greinum er að undir skilgreininguna falli þær atvinnugreinar sem byggist á því sem mannshugurinn geti skapað. Gjarnan sé þó talað um atvinnu sem byggist í raun á menningu.

„Þessar greinar skipta miklu máli í efnahagslegu tilliti," segir Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, sviðsstjóri atvinnumála hjá Austurbrú.

Áætlað er að yfir tíu þúsund Íslendingar vinni við skapandi greinar eða um 6% vinnuaflsins. Hlutfall þeirra á Austurlandi hefur ekki verið greint sérstaklega en út frá landstölum má reikna með að 200-300 Austfirðingar starfi innan þeirra.

„Það er lögð mikil áhersla á skapandi greinar í Evrópuáætlunum og norrænum samstarfsverkefnum sem við erum þátttakendur í," sagði Ásta.

Frummælendur sögðu samvinnu hafa orðið Austfirðingum til framdráttar á sviðinu. Eitt stærsta verkefnið sem unnið hefur verið að á Austurlandi er Þorpsverkefnið sem byggist meðal annars á að fá hönnuði og handverksfólk til að nýta staðbundið hráefni.

„Það óx úr því að verða staðbundið í að vera alþjóðlegt verkefni," sagði Lára Vilbergsdóttir, verkefnastjóri skapandi greina hjá Austurbrú.