Skip to main content

Vísbendingar um bilun í flugvél Flugfélagsins á Egilsstöðum í morgun

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 24. mar 2014 12:58Uppfært 24. mar 2014 12:59

flug flugfelagislands egsflugvMorgunflugi Flugfélags Íslands frá Egilsstöðum seinkaði um þrjá klukkutíma í morgun vegna bilunar í fyrri vélinni. Ekki eiga að koma til frekari tafir vegna þessa í dag.


„Það var merki um að afísingarbúnaður væri mögulega bilaður," segir Árni Gunnarsson, forstjóri Flugfélags Íslands.

Flugvirki var sendur austur með næstu vél til að greina bilunina betur og gera við. Farþegar fóru hins vegar með henni klukkan 11:55 í stað 8:55.

„Þessi bilun á ekki að hafa áhrif á annað flug," segir Árni.