Þrjú efstu sætin óbreytt hjá Fjarðalistanum

fjardalisti topp5 mars14Bæjarfulltrúarnir Elvar Jónsson, Eydís Ásbjörnsdóttir og Esther Ösp Gunnarsdóttir skipa efstu þrjú sætin á framboðslista Fjarðalistans í sveitarstjórnarkosningunum í Fjarðabyggð í vor. Listinn var samþykktur á félagsfundi í kvöld.

Varabæjarfulltrúinn Stefán Már Guðmundsson fer úr fjórða sætinu í það áttunda. Í fjórða sætið kemur hins vegar hinn gamalreyndi Einar Már Sigurðsson, fyrrverandi þingmaður og núverandi skólastjóri á Fáskrúðsfirði.

Listinn í heild sinni:

1. Elvar Jónsson, 38 ára, skólameistari í Neskaupstað
2. Eydís Ásbjörnsdóttir, 40 ára, hársnyrtimeistari á Eskifirði
3. Esther Ösp Gunnarsdóttir, 30 ára, kynningarstjóri á Reyðarfirði
4. Einar Már Sigurðarson, 62 ára, skólastjóri og fyrrverandi þingmaður í Neskaupstað og á Fáskrúðsfirði
5. Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir, 24 ára, grunnskólakennari á Reyðarfirði
6. Ævar Ármannsson, 55 ára, húsasmíðameistari á Stöðvarfirði
7. Marsibil Erlendsdóttir, 54 ára, vitavörður í Mjóafirði
8. Stefán Már Guðmundsson, 53 ára, íþróttakennari í Neskaupstað
9. Sigríður Margrét Guðjónsdóttir, 35 ára, dagmóðir í Neskaupstað
10. Þórdís Jóna Guðmundsdóttir, 24 ára, háskólanemi á Eskifirði
11. Jón Finnbogason, 49 ára, vélsmiður á Fáskrúðsfirði
12. Jóhanna Reykjalín, 29 ára, hundaþjálfari og uppeldisfræðingur á Reyðarfirði
13. Steina Gunnarsdóttir, 18 ára, framhaldsskólanemi í Neskaupstað
14. Haukur Árni Björgvinsson, 22 ára, háskólanemi á Stöðvarfirði
15. Óskar Ágúst Þorsteinsson, 31 árs, bókavörður í Neskaupstað
16. Elías Jónsson, 48 ára, stóriðjutæknir á Reyðarfirði
17. Katrín Guðmundsdóttir, 65 ára, glerlistamaður á Eskifirði
18. Þórður M. Þórðarson, 88 ára, eldri borgari í Neskaupstað

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.