Litlar breytingar í efstu sætunum hjá framsóknarmönnum á Héraði

alisti blisti heradLitlar breytingar verða á efstu sætum framboðslista Framsóknarflokksins á Fljótsdalshéraði frá síðustu bæjarstjórnarkosningum verði tillaga uppstillingarnefndar, sem lögð var fram á félagsfundi í gærkvöldi, samþykkt. Stefán Bogi Sveinsson, forseti bæjarstjórnar, er efstur samkvæmt tillögunni.

Þá er lagt til að Gunnhildur Ingvarsdóttir færi sig úr fjórða sæti í annað og Páll Sigvaldason haldi þriðja sætinu. Jónas Guðmundsson, bóndi á Hrafnabjörgum og fyrrverandi bæjarfulltrúi, er í heiðurssætinu.

Ekki er búið að staðfesta listann en búist er við að það verði gert á aðalfundi félagsins um miðjan apríl. Flokkurinn á þrjá bæjarfultrúa í dag og myndar meirihluta með Á-lista.

Tillaga að skipan í sæti er eftirfarandi:

1. Stefán Bogi Sveinsson, lögfræðingur og forseti bæjarstjórnar, Egilsstöðum
2. Gunnhildur Ingvarsdóttir, fjármálastjóri og varabæjarfulltrúi, Egilsstöðum
3. Páll Sigvaldason, ökukennari og bæjarfulltrúi, Fellabæ
4. Kristjana Jónsdóttir, verslunarstjóri og hundaræktandi, Rangá 3
5. Gunnar Þór Sigbjörnsson, útibússtjóri, Egilsstöðum
6. Eyrún Arnardóttir, héraðsdýralæknir og bæjarfulltrúi, Randabergi
7. Guðmundur Þorleifsson, heldri borgari, Egilsstöðum
8. Aðalheiður Björt Unnarsdóttir, framhaldsskólanemi, Egilsstöðum
9. Björn Hallur Gunnarsson, verktaki, Rangá 2
10. Rita Hvönn Traustadóttir, garðyrkjufræðingur, Fellabæ
11. Þórarinn Páll Andrésson, bóndi, Fljótsbakka
12. Alda Ósk Harðardóttir, snyrtifræðingur, Egilsstöðum
13. Benedikt Hlíðar Stefánsson, vélatæknifræðingur, Egilsstöðum
14. Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, leiðbeinandi í leikskóla, Þingmúla
15. Ingvar Ríkharðsson, vélamaður, Egilsstöðum
16. Magnús Karlsson, bóndi, Hallbjarnarstöðum
17. Sólrún Hauksdóttir, ofuramma og bóndi, Merki 2
18. Jónas Guðmundsson, bóndi og fyrrverandi bæjarfulltrúi, Hrafnabjörgum 1

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.