Austfirskir kennarar vilja endurmenntun

forseti egs 0058 webAustfirskir kennarar telja sig almennt þurfa á endurmenntun að halda. Fræðsla um rafrænt námsefni og nemendur með sérþarfir eru ofarlega á forgangslista þeirra.

Þetta eru niðurstöður könnunar sem háskóla- og rannsóknarsvið Austurbrúar gerði fyrir skemmstu. Send var rafræn könnun á alla leik- grunn og framhaldsskóla á svæðinu. Niðurstaðan var sú að aðeins einn svarenda taldi sig ekki þurfa endurmenntun.

Flestir höfðu áhuga á að kynna sér betur rafrænt námsefni og þar á eftir komu sérþarfir/raskanir. Karlar eru mun oftar spenntir fyrir rafrænu efni en konur sem setja sérþarfirnar ofar en karlar. Þetta átti við bæði grunn- og framhaldsskólakennara en 50% framhaldsskólakennara settu rafrænt námsefni í fyrsta og annað val.

Áberandi var áhugi leikskólakennara á endurmenntun varðandi sérþarfir/raskanir en 45% þeirra settu það í fyrsta sæti og sýndu 64% þeirra áhuga á að mennta sig í sérkennslu.

Ný námskrá og samskiptafærni var svo afgerandi sem þriðja og fjórða val og var ekki kynjamunur þar á en grunnskólakennarar settu samskiptafærnina fremur í þriðja val.

Nokkur munur var milli starfsstéttanna varðandi ákjósanlega tímasetningu en leikskólakennarar vilja helst vera vikulega yfir önn, grunnskólakennarar um helgar og framhaldsskólakennarar vilja sinna endurmenntun um kvöld og sumur.

Einingabærni námskeiða var ekki mikilvæg fyrir 60% svarenda, þ.e. að fá endurmenntunarnámskeið metin sem hluta af meistara eða diplómanámi. Nær undantekningalaust óskuðu kennarar eftir því að endurmenntunarnámskeið væru haldin í heimabyggð eða með fjarfunda- fjarnámssniði.

Svarhlutfallið í könnuninni var rúm 30%.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.