Skip to main content

Aprílgabb: Flug fram og til baka á 10.000 krónur: Vilja bjóða Austfirðingum í vorið

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 01. apr 2014 10:08Uppfært 02. apr 2014 13:40

flug flugfelagislands egsflugvFlugfélag Íslands býður í dag Austfirðingum tilboðsverð á flugi á milli Reykjavíkur og Egilsstaða. Umdæmisstjóri Flugfélagsins segir það með þessu vilja koma til móts við Austfirðinga sem þrái vorið eftir snjóþungan vetur.


„Austfirðingar hafa verið innilokaðir langtímum saman í vetur vegna snjóa og óveðra. Þess vegna viljum við gefa þeim tækifæri til að lyfta sér upp," segir Halldór Örvar Einarsson, umdæmisstjóri Flugfélags Íslands.

Tilboðið er einskorðað við íbúa á Austurlandi og þess vegna er aðeins hægt að bóka það í afgreiðslu Flugfélags Íslands á Egilsstaðaflugvelli í dag. Takmarkað sætaframboð er í boði en hægt er að fljúga fram og til baka á 10.000 krónur fram til 1. maí.

„Okkur hjá Flugfélaginu langaði til að koma vel til móts við íbúa hér á svæðinu, enda umræða um flugið verið á neikvæðum nótum að undanförnu. Við hvetjum alla Austfirðinga til að notfæra sér þetta frábæra tilboð og kíkja á okkur sem fyrst áður en sætin klárast."