Aprílgabb: Flug fram og til baka á 10.000 krónur: Vilja bjóða Austfirðingum í vorið

flug flugfelagislands egsflugvFlugfélag Íslands býður í dag Austfirðingum tilboðsverð á flugi á milli Reykjavíkur og Egilsstaða. Umdæmisstjóri Flugfélagsins segir það með þessu vilja koma til móts við Austfirðinga sem þrái vorið eftir snjóþungan vetur.

„Austfirðingar hafa verið innilokaðir langtímum saman í vetur vegna snjóa og óveðra. Þess vegna viljum við gefa þeim tækifæri til að lyfta sér upp," segir Halldór Örvar Einarsson, umdæmisstjóri Flugfélags Íslands.

Tilboðið er einskorðað við íbúa á Austurlandi og þess vegna er aðeins hægt að bóka það í afgreiðslu Flugfélags Íslands á Egilsstaðaflugvelli í dag. Takmarkað sætaframboð er í boði en hægt er að fljúga fram og til baka á 10.000 krónur fram til 1. maí.

„Okkur hjá Flugfélaginu langaði til að koma vel til móts við íbúa hér á svæðinu, enda umræða um flugið verið á neikvæðum nótum að undanförnu. Við hvetjum alla Austfirðinga til að notfæra sér þetta frábæra tilboð og kíkja á okkur sem fyrst áður en sætin klárast."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.