Ábreiður fyrir álverið saumaðar á Stöðvarfirði

anton helgason stfj saumaskapurÍ húsnæði sem áður hýsti starfsemi í tengslum við útgerð á Stöðvarfirði eru nú saumaðar ábreiður á vírarúllur fyrir Alcoa Fjarðaáls. Tveir starfsmenn sinna verkinu að jafnaði.

„Það sem við saumum er sett utan um álvírsrúllur, aðallega til að hlífa þeim fyrir ryki og skít," segir verkstjórinn Anton Helgason.

Saumastofan er staðsett þar sem áður var netaverkstæði á vegum Hraðfrystihúss Stöðvarfjarðar. Saumaskapurinn skapar tvö störf að jafnaði.

Það er Alcoa sem kaupir efnið og kemur það á brettum frá Indlandi. Í einum gámi eru 120 km af efni sem duga nokkurn vegin fyrir ársframleiðsluna.

Byrjað var að sauma um leið og álverið tók til starfa. Árin 2011 og 2012 voru saumaðar 24.000 ábreiður en í fyrra voru þær 21.000.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.