Skip to main content

Ábreiður fyrir álverið saumaðar á Stöðvarfirði

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 04. apr 2014 13:09Uppfært 04. apr 2014 13:09

anton helgason stfj saumaskapurÍ húsnæði sem áður hýsti starfsemi í tengslum við útgerð á Stöðvarfirði eru nú saumaðar ábreiður á vírarúllur fyrir Alcoa Fjarðaáls. Tveir starfsmenn sinna verkinu að jafnaði.


„Það sem við saumum er sett utan um álvírsrúllur, aðallega til að hlífa þeim fyrir ryki og skít," segir verkstjórinn Anton Helgason.

Saumastofan er staðsett þar sem áður var netaverkstæði á vegum Hraðfrystihúss Stöðvarfjarðar. Saumaskapurinn skapar tvö störf að jafnaði.

Það er Alcoa sem kaupir efnið og kemur það á brettum frá Indlandi. Í einum gámi eru 120 km af efni sem duga nokkurn vegin fyrir ársframleiðsluna.

Byrjað var að sauma um leið og álverið tók til starfa. Árin 2011 og 2012 voru saumaðar 24.000 ábreiður en í fyrra voru þær 21.000.