Ríflega 100 milljóna afgangur hjá Vopnafjarðarhreppi

vopnafjordur 2008 sumarRíflega 100 milljóna króna hagnaður var af rekstri Vopnafjarðarhrepps á síðasta ár. Handbært fé frá rekstri er jákvætt upp á tæpar 200 milljónir. Unnið er að niðurgreiðslu skulda sveitarfélagsins.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá sveitarstjóra sem send var út eftir að ársreikningur fyrir árið 2013 var tekinn til fyrri umræðu.

Heildartekjur hreppsins námu 830,9 milljónum en útgjöld 698,6 milljónir. Hagnaður hreppsins eru 117,06 milljónir, að teknu tilliti til fjármunagjalda.

Rekstrarkostnaður hækkar töluvert, um 27,1% úr 509,9 milljónum í 648,3 milljónir. Í tilkynningunni segir að hækkunin skýrist fyrst og fremst af því að sveitarfélagið hafi tekið við rekstri legudeildarinnar að Sundabúð af ríkinu. Heildargjöld lækka lítillega ef rekstur Sundabúðar er dreginn frá.

Greidd voru niður lán upp á 50,2 milljónir. Skuldahlutfall hreppsins eru núna 80,1% en samkvæmt sveitarstjórnarlögum má hlutfallið ekki vera hærra en 150% sem er hlutfall heildarskulda af tekjum.

„Vopnafjarðarhreppur er því vel undir þeim viðmiðum, sem sett eru fram í umgetinni reglugerð hvort heldur horft er til skuldahlutfalls eða skuldaviðmiðs eins og þau eru skilgreind," segir í yfirlýsingunni.

Engin ný lán voru tekin á árinu. Veltufé frá rekstri er hjákvætt um 177,1 milljón króna og handbært fé frá rekstri jákvætt um 193,4 milljónir.

Handbært fé sveitarfélagsins lækkar um tæpar 40 milljónir, úr 120 í 80,5 milljónir en fjárfest var fyrir 175,5 milljónir í fyrra.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.