Sparisjóðurinn veitti 3,5 milljónum í styrki til nítján félaga

sparnor adalfundur14Sparisjóður Norðfjarðar veitti í gær 3,5 milljónum króna í samfélagsmál til nítján félaga í Fjarðabyggð. Hagnaður sjóðsins nam tæpum 52 milljónum króna á síðasta ári.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var út að loknum aðalfundi sjóðsins á miðvikudag. Þar segir að hagnaðurinn hafi gengið vel og hagnaður fyrir skatta og lögbundið 5% framlags til samfélagsmála verið 70,2 milljónir. Hafnaður að teknu tilliti til skatta og framlagsins var 51,9 milljónir.

Heildareignir í árslok námu 5.257 milljónum og bókfært eigið fé nam 649,5 milljónum. Eiginfjárhlutfall sem reiknað er samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki er 19,25%. Fjármálaeftirlitið hefur metið eiginfjárþörf sparisjóðsins út frá svokölluðu SREP ferli og er eiginfjárkrafan 16,9%.

Á árinu störfuðu hjá Sparisjóðnum að meðaltali 7,3 starfsmenn í 6,7 stöðugildum og námu laun og launatengd gjöld 67,4 milljónum en beinar launagreiðslur námu samtals 50,6 milljónum. Framlög í afskriftarreikning útlána námu 24 milljónum.

Útlán sjóðsins jukust um 15,7%. Hreinar vaxtatekjur námu 193,5 milljónum og jukust um 15% milli ára. Hreinar rekstartekjur námu 273 milljónum og jukust um 12,7% milli ára.

„Rekstrarniðurstaða ársins 2013 og áætlun fyrir árið 2014 sýna að kominn er traustur grundvöllur fyrir rekstur sjóðsins," segir í tilkynningunni. Á aðalfundinum var samþykkt tillaga stjórnar um að greiddur verði arður sem nemur 23,6 milljónum króna og verður arðinum varið til endurmats á stofnfé.

Eftirtalin félög fengu styrki frá sparisjóðnum.

Íþróttafélagið Þróttur
Leikfélagið Djúpið
Verkmenntaskóli Austurlands
Skíðafélag Fjarðabyggðar
Kirkju- og menningarmiðstöðin á Eskifirði
Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar
Neistaflug, bæjarhátíð í Neskaupstað
Hestamannafélagið Blær
Franskir dagar, bæjarhátíð á Fáskrúðsfirði
Golfklúbbur Norðfjarðar
Kvf. Nanna í Neskaupstað, mæðrastyrksnefnd
Golfklúbbur Byggðarholts Eskifirði
Velferðasjóður Fjarðabyggðar
Golfklúbbur Fjarðabyggðar Reyðarfirði
Hollvinasamtök Sjúkrahússins í Neskaupstað
Björgunarsveitin Gerpir í Neskaupstað
Ferðafélag Fjarðamanna
Björgunarsveitin Brimrún á Eskifirði
Björgunarsveitin Geisli á Fáskrúðsfirði
Björgunarsveitin Ársól á Reyðarfirði

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.