Vegið að faglegum gildum og sjálfstæði leikskólans? Starfsmenn á Kærabæ mótmæla sameiningu í stjórnun
Leikskólakennarar við Kærabæ á Fáskrúðsfirði afar óánægðir með þá ákvörðun að sameina yfirstjórn leik- og grunnskólans á næsta skólaári. Þeir óttast að það komi niður á faglegu starfi leikskólans. Bæjaryfirvöld vilja gera tilraun í eitt ár.„Það er mikil óánægja með þetta," segir Ásta Eggertsdóttir, trúnaðarmaður starfsmanna á Kærabæ.
Í samtali við Austurfrétt staðfesti hún að einn starfsmaður hefði skilað inn uppsagnarbréfi auk þess sem núverandi aðstoðarskólastjóri væri ekki tilbúinn að halda áfram í því starfi næsta vetur verði fyrirkomulaginu breytt.
Í fyrravor ákvað bæjarráð, að tillögu fræðslustjóra og bæjarstjóra, að vinna að leiðum til að stuðla að „meira samstarfi og/eða sameiningu" skóla sveitarfélagsins á Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði „í eina skólamiðstöð með hagsmuni nemenda og rekstur sveitarfélagsins að leiðarljósi."
Í nóvember samþykkti síðan bæjarráðið að auka „samstarf grunn- og leikskóla Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar" og leita „leiða til einföldunar á stjórn skólanna."
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar staðfesti í síðustu viku þá ákvörðun að sameina stjórnun skólanna á Fáskrúðsfirði undir stjórn skólastjóra grunnskólans næsta vetur þar sem leikskólastjóri Kærabæjar verður í leyfi.
Í minnisblaði fræðslustjóra Fjarðabyggðar segir að erindið hafi verið rætt við báða skólastjóranna og skólastjóri grunnskólans „tekið jákvætt í málið."
Ennfremur lýsir fræðslustjóri því mati sínu að um sé að ræða „kjör tækifæri til jákvæðra breytinga," og árangur þeirra verði metinn vorið 2015. Hann telur að „faglegt starf þurfi ekki að líða fyrir þessa breytingu, enda aðstoðarskólastjórar við hvorn skóla og nálægðin mikil. Fjárhagslega mun þetta hafa jákvæð áhrif á rekstur skólanna og einnig auðvelda starfsmannamál."
Starfsmenn leikskólans taka ekki undir þetta mat og sendu bæjarráði Fjarðabyggðar mótmælabréf fyrir helgi.
Þeir lýsa þar þeirri skoðun sinni að með sameiningunni sé „vegið að sjálfstæði og faglegum gildum leikskólans" og mikilvægt sé að leikskólastjóri sé í fullu starfi innan skólans „þar sem nærveru hans og faglegri leiðbeiningu er krafist öllum stundum."
Þeir fara fram á að ráðinn sé stjórnandi sem sé menntaður leikskólakennari „sem í gegnum menntum og starfsreynslu hafi skilning á hinu flókna og viðkvæma eðli leiksólans."
Í bréfi þeirra er ítrekað að mótmælin hafi ekkert að gera með persónuna grunnskólastjórans að gera „heldur beinist að öllu leiti að gjörningnum sjálfum."
„Við teljum að yfirmenn grunnskóla hafi ekki þessa faglegu sýn eða þekkingu á leikskólastarfi sem fer mest fram í gegnum leik barna," sagði Ásta í samtali við Austurfrétt.
Hún gagnrýndi einnig samskiptaleysi. Ekki hefði verið rætt við starfsfólk og eftir væri að kynna breytinguna fyrir foreldrum. Hún kvaðst ekki vita til þess að nein viðbrögð hefðu komið við mótmælabréfi starfsmannanna.
Mótmælabréfið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs í gær. Í bókun ráðsins er bent á að um sé að ræða „tímabundna lausn til eins árs sem sé til reynslu og sé í takti við þá vinnu sem unnin hefur verið vegna skólamiðstöðvarinnar og sameiginlegs skólastarfs.“
Í Kærabæ eru nú 52 nemendur og 13 starfsmenn.
Frá heimsókn forseta Íslands í skólana á Fáskrúðsfirði síðasta haust. Mynd: GG
Í fyrravor ákvað bæjarráð, að tillögu fræðslustjóra og bæjarstjóra, að vinna að leiðum til að stuðla að „meira samstarfi og/eða sameiningu" skóla sveitarfélagsins á Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði „í eina skólamiðstöð með hagsmuni nemenda og rekstur sveitarfélagsins að leiðarljósi."
Í nóvember samþykkti síðan bæjarráðið að auka „samstarf grunn- og leikskóla Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar" og leita „leiða til einföldunar á stjórn skólanna."
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar staðfesti í síðustu viku þá ákvörðun að sameina stjórnun skólanna á Fáskrúðsfirði undir stjórn skólastjóra grunnskólans næsta vetur þar sem leikskólastjóri Kærabæjar verður í leyfi.
Í minnisblaði fræðslustjóra Fjarðabyggðar segir að erindið hafi verið rætt við báða skólastjóranna og skólastjóri grunnskólans „tekið jákvætt í málið."
Ennfremur lýsir fræðslustjóri því mati sínu að um sé að ræða „kjör tækifæri til jákvæðra breytinga," og árangur þeirra verði metinn vorið 2015. Hann telur að „faglegt starf þurfi ekki að líða fyrir þessa breytingu, enda aðstoðarskólastjórar við hvorn skóla og nálægðin mikil. Fjárhagslega mun þetta hafa jákvæð áhrif á rekstur skólanna og einnig auðvelda starfsmannamál."
Starfsmenn leikskólans taka ekki undir þetta mat og sendu bæjarráði Fjarðabyggðar mótmælabréf fyrir helgi.
Þeir lýsa þar þeirri skoðun sinni að með sameiningunni sé „vegið að sjálfstæði og faglegum gildum leikskólans" og mikilvægt sé að leikskólastjóri sé í fullu starfi innan skólans „þar sem nærveru hans og faglegri leiðbeiningu er krafist öllum stundum."
Þeir fara fram á að ráðinn sé stjórnandi sem sé menntaður leikskólakennari „sem í gegnum menntum og starfsreynslu hafi skilning á hinu flókna og viðkvæma eðli leiksólans."
Í bréfi þeirra er ítrekað að mótmælin hafi ekkert að gera með persónuna grunnskólastjórans að gera „heldur beinist að öllu leiti að gjörningnum sjálfum."
„Við teljum að yfirmenn grunnskóla hafi ekki þessa faglegu sýn eða þekkingu á leikskólastarfi sem fer mest fram í gegnum leik barna," sagði Ásta í samtali við Austurfrétt.
Hún gagnrýndi einnig samskiptaleysi. Ekki hefði verið rætt við starfsfólk og eftir væri að kynna breytinguna fyrir foreldrum. Hún kvaðst ekki vita til þess að nein viðbrögð hefðu komið við mótmælabréfi starfsmannanna.
Mótmælabréfið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs í gær. Í bókun ráðsins er bent á að um sé að ræða „tímabundna lausn til eins árs sem sé til reynslu og sé í takti við þá vinnu sem unnin hefur verið vegna skólamiðstöðvarinnar og sameiginlegs skólastarfs.“
Í Kærabæ eru nú 52 nemendur og 13 starfsmenn.
Frá heimsókn forseta Íslands í skólana á Fáskrúðsfirði síðasta haust. Mynd: GG