Gjaldkeri starfsmannafélags Fjarðaáls grunaður um fjárdrátt: Umtalsverðar upphæðir

alver alcoa april2013Gjaldkeri Sóma, starfsmannafélags Alcoa Fjarðaáls, hefur verið kærður til lögreglu en grunur leikur á að hann hafi dregið sér umtalsverðar upphæðir úr sjóðum félagsins.

Málið mun hafa uppgötvast við gerð ársreiknings fyrir félagið. Gjaldkeranum hefur verið vikið frá störfum, bæði hjá starfsmannafélaginu og Fjarðaáli, á meðan lögregla rannsakar málið.

„Málið varðar bara einn einstakling og er á engan hátt lýsandi fyrir okkar starfsmenn. Við störfum eftir ströngum siðferðisgildum hjá Alcoa Fjarðaál og beitum okkur í þá veru," segir Dagmar Ýr Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Fjarðaáls.

Hún sagði óljóst um hversu háa upphæð væri að ræða en samkvæmt heimildum Austurfréttar er um að ræða „stóra upphæð" sem hleypur á milljónum króna.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.