Skip to main content

Lifandi leðurblaka með skipi til Reyðarfjarðar

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 28. apr 2014 21:10Uppfært 28. apr 2014 21:11

ledurblaka mjoeyrarhofn na webLifandi leðurblaka barst til Reyðarfjarðar með skipi frá Rotterdam í gærkvöldi. Starfsmenn Eimskips í Mjóeyrarhöfn handsömuðu blökuna sem fer á Náttúrugripasafnið í Neskaupstað.


Starfsmenn Náttúrustofu Austurlands sóttu dýrið eftir hádegi í dag. Leðurblakan verður svæfð og stoppuð upp og síðar meir sýnd á safninu.

Á vef Náttúrustofunnar segir að ekki hafi enn verið greint hvaða tegundar hún sé en talið er líklegast að um svokallaða trítilblöku sé að ræða. Sú tegund hefur fundist hér á landi nokkru sinnum, en aðalheimkynni hennar eru austanverð Evrópa.

Skráðar heimildir eru um 14 komur leðurblaka til Íslands undanfarin 200 ár. Slíkt dýr hefur samkvæmt þeim ekki áður borist til Austfjarða.

Leðurblakan sem kom til Reyðarfjarðar. Mynd: Náttúrustofa Austurlands.