Hjúkrunardeildin á Egilsstöðum einangruð vegna veirusýkingar

HSA merkiUpp er komin Noro-veirusýking á hjúkrunardeild HSA á Egilsstöðum. Sýni úr vistmanni HSA staðfesta tilfellið en ennfremur leikur grunur á fleiri tilfellum meðal annars meðal starfsmanna en beðið er niðurstöðu sýnatöku.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem HSA sendi frá sér í dag.

Vegna þessa hefur verið brugðist við af ítrustu varkárni svo að smit berist ekki víðar. Deildin hefur verið einangruð og lokuð og því geta ættingjar ekki heimsótt skyldfólk sitt á deildinni þar til smithætta er liðin hjá og sótthreinsun hefur átt sér stað nema að höfðu samráði við yfirmenn hjúkrunardeildar.

Búist er við því að þetta gæti tekið um þrjá til fjóra daga að ganga yfir ef ástandið helst stöðugt. Aðstandendur og aðrir eru beðnir um að sýna þeirri aðgát sem viðhöfð er, skilning og þolinmæði.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.