Skip to main content

Fordæma lokun fiskvinnslu: Litið á starfsfólk sem vinnuhjú

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 07. maí 2014 13:13Uppfært 07. maí 2014 13:15

visir djupi mk webÁkvörðun Vísis um að hætta núverandi fiskvinnslu á Djúpavogi og flytja til Grindavíkur er harðlega fordæmd í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi AFLs – starfsgreinafélags um síðustu helgi.


„Fyrirtækin virðast líta á starfsfólk sitt sem vinnuhjú sem unnt er að flytja með sér milli landshluta.Byggðalagið sem hefur byggt tilveru sína á fiskvinnslu í áratugi – situr eftir í sárum og fólkið sem unnið hefur fyrirtækinu af trúmennsku um árabil – er skilið eftir án atvinnu," segir í ályktuninni.

Þá er bent á að með „með þessari aðför að afkomu fólks koma gallar núverandi fiskveiðistjórnunarkerfis berlega í ljós." Fundurinn var að þessu sinni haldinn á Djúpavogi.

Fimmtíu manns hafa starfað hjá Vísi á Djúpavogi. Gert er ráð fyrir að helmingur þeirra fái vinnu við vinnslu fyrir Fiskeldi Austfjarða að loknu sumarfríi. Öðrum býðst að flytja með fyrirtækinu til Grindavíkur.

Mynd: Magnús Kristjánsson