Fordæma lokun fiskvinnslu: Litið á starfsfólk sem vinnuhjú

visir djupi mk webÁkvörðun Vísis um að hætta núverandi fiskvinnslu á Djúpavogi og flytja til Grindavíkur er harðlega fordæmd í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi AFLs – starfsgreinafélags um síðustu helgi.

„Fyrirtækin virðast líta á starfsfólk sitt sem vinnuhjú sem unnt er að flytja með sér milli landshluta.Byggðalagið sem hefur byggt tilveru sína á fiskvinnslu í áratugi – situr eftir í sárum og fólkið sem unnið hefur fyrirtækinu af trúmennsku um árabil – er skilið eftir án atvinnu," segir í ályktuninni.

Þá er bent á að með „með þessari aðför að afkomu fólks koma gallar núverandi fiskveiðistjórnunarkerfis berlega í ljós." Fundurinn var að þessu sinni haldinn á Djúpavogi.

Fimmtíu manns hafa starfað hjá Vísi á Djúpavogi. Gert er ráð fyrir að helmingur þeirra fái vinnu við vinnslu fyrir Fiskeldi Austfjarða að loknu sumarfríi. Öðrum býðst að flytja með fyrirtækinu til Grindavíkur.

Mynd: Magnús Kristjánsson

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.