Nóró-veira á undanhaldi: Starfsfólk á hrós skilið fyrir úthald við erfiðar aðstæður
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 07. maí 2014 14:16 • Uppfært 07. maí 2014 14:24
Nóró-veirusýking sem upp kom á hjúkrunardeild HSA á Egilsstöðum er á undanhaldi. Stefnt er að því að opna deildina á ný á föstudag eftir viku einangrun.
Þetta staðfesti Ragnar Sigurðsson, svæðisstjóri norðursvæðis hjá HSA, í samtali við Austurfrétt í dag. Ekki hefur greinst nýtt smit síðan á laugardag.
Deildin var einangruð á föstudag eftir að smitið kom upp. Vonast var til að lokunin stæði aðeins í 3-4 daga en áður en opnað verður ný þarf að sótthreinsa.
Ragnar segist starfsfólk hafa staðið sig vel miðað við erfiðar aðstæður. „Það hefur verið mikið af veikindaforföllum því flensa hefur geisað ofan í veirusýkinguna. Því hefur verið mikið álag á því starfsfólki sem verið hefur hraust. Það á hrós skilið fyrir að halda út í þessum aðstæðum."