Flugslysaæfing á Vopnafirði
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 08. maí 2014 09:39 • Uppfært 08. maí 2014 09:39
Isavia heldur flugslysaæfingu á Vopnafjarðarflugvelli næstkomandi laugardag. Íbúar í grennd við flugvöllinn mega búast við því að sjá reyk stíga upp frá flugvellinum þar sem kveikt verður í bílflökum til þess að líkja eftir braki úr flugvél.
Æfingin stendur frá því klukkan tíu um morguninn fram til klukkan hálf eitt. Líkt verður eftir slysi þar sem vél með um það bil tuttugu farþegum fer niður við norðurenda flugbrautarinnar.
Beðist er velvirðingar á truflunum sem íbúar kunna að verða fyrir af völdum æfingarinnar og vonast er til þess að þær verði sem minnstar.