Eyjólfur og Sigríður Elva efst hjá K-listanum á Vopnafirði
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 09. maí 2014 13:35 • Uppfært 09. maí 2014 15:25
Bæjarfulltrúarnir Eyjólfur Sigurðsson og Sigríður Elva Konráðsdóttir skipa efstu sætin tvö hjá K-listanum, lista félagshyggju á Vopnafirði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor.
K-listinn fékk tvo menn kjörna fyrir fjórum árum. Ólafur K. Ármannsson var þá oddviti en hætti á kjörtímabilinu og skipar nú heiðurssæti listans. Listinn hefur verið einn í minnihluta undanfarin fjögur ár.
Listinn er svohljóðandi:
1. Eyjólfur Sigurðsson, bifreiðastjóri
2. Sigríður Elva Konráðsdóttir, aðstoðarskólastjóri
3. Einar Björn Kristbergsson, þjónustustjóri
4. Ásgrímur Guðnason, sjómaður
5. Lilja Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur
6. Ása Sigurðardóttir, grunnskólakennari
7. Agnar Karl Árnason, verkamaður
8. Bjartur Aðalbjörnsson, framhaldsskólanemi
9. Silvía Björk Kristjánsdóttir, grunnskólakennari
10. Berghildur Fanney Hauksdóttir, ferðamálafulltrúi
11. Júlíanna Þórbjörg Ólafsdóttir, bréfberi
12. Hjörtur Davíðsson, lögreglumaður
13. Guðrún Svanhildur Stefánsdóttir, skrifstofumaður
14. Ólafur K. Ármannsson, framkvæmdastjóri