Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað verða starfssvæði Eykon Energy

reydarfjordur hofnFjarðabyggð og Fljótsdalshérað verða starfssvæði landþjónustu Eykon Energy vegna fyrirhugaðrar olíuleitar og –vinnslu á Drekasvæðinu samkvæmt ákvörðun stjórnenda fyrirtækisins.

Í faglegri úttekt sem gerð var á staðarvali fyrir þjónustumiðstöð vegna fyrirhugaðrar starfsemi á Drekasvæðinu kom fram að Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað stóðu í sameiningu best að vígi bæði hvað aðstöðu varðar og samfélagslega innviði.

„Við erum afar ánægð með þessa ákvörðun og hlökkum til að vinna með fólkinu í Fjarðabyggð og Fljótsdalshéraði að frekari uppbyggingu á svæðinu. Við höfum þegar hafið vinnu við stofnun félags með heimamönnum til að halda utan um starfsemina.

Svæðið er ákaflega vel staðsett og vel í stakk búið til að takast á við krefjandi þjónustu á borð við þá starfsemi sem felst í olíuleit og vinnslu á fjarlægum hafsvæðum.

Við hjá Eykon sjáum fyrir okkur farsælt samstarf við sveitarfélögin tvö næstu árin og lítum björtum augum til framtíðar,” segir Haukur Óskarsson framkvæmdastjóri iðnaðar hjá Mannviti og stjórnarmaður í Eykon Energy.

Eykon Energy ehf. á í samstarfi við kínverska orkufyrirtækið CNOOC og norska olíufélagið Petoro og fengu fyrirtækin leyfi til olíuleitar og –vinnslu á Drekasvæðinu 22. janúar síðastliðinn.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.