Skip to main content

Tveir hreppsnefndarmenn hætta á Borgarfirði

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 13. maí 2014 15:39Uppfært 13. maí 2014 15:40

borgarfjordur eystriTveir fulltrúar í hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu í hreppsnefnd. Kosningin verður að venju óhlutbundin.


Þetta staðfesti Björn Aðalsteinsson, formaður kjörstjórnar, í svari við fyrirspurn Austurfréttar.

Samkvæmt reglum geta hreppsnefndarmenn við slíkar kringumstæður beðist undan kjöri þegar þeir hafa lokið kjörtímabili. Að þessu sinni eru það þau Kristjana Björnsdóttir og Jón S. Sigmarsson, Desjarmýri, sem nýta sér þann rétt.

„Þar sem ég hef ákveðið að nýta þann rétt minn að gefa ekki kost á mér til áframhaldandi setu í hreppsnefnd vil ég þakka Borgfirðingum samstarfið síðustu 12 ár," segir í bókun sem Kristjana lagði fram á síðasta fundi sveitarstjórnar.