Vilhjálmur bæjarstjóri efstur hjá framsóknarmönnum á Seyðisfirði

vilhjalmur jonsson sfk des13Vilhjálmur Jónsson, bæjarstjóri, fer fyrir framboði B-lista, framsóknar-, samvinnu- og félagshyggjufólks á Seyðisfirði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Þrír karlar eru í efstu sætum listans.

Tillaga uppstillingarnefndar að listanum var samþykkt samhljóða á félagsfundi Framsóknarfélags í síðustu viku. Listinn á tvo menn í bæjarstjórn en Eydís Bára Jóhannsdóttir gaf ekki kost á sér áfram.

Listinn er svohljóðandi.

1. Vilhjálmur Jónsson, bæjarstjóri
2. Unnar B. Sveinlaugsson, vélsmiður
3. Örvar Jóhannsson, rafvirkjanemi
4. Óla B. Magnúsdóttir, skrifstofumaður
5. Sigríður Stefánsdóttir, loftskeytamaður
6. Rúnar Gunnarsson, fiskverkamaður
7. Hjalti Þór Bergsson, bifreiðastjóri
8. Eygló Björg Jóhannsdóttir, bókari
9. Gunnhildur Eldjárnsdóttir, eldri borgari
10. Sigurður Ormar Sigurðsson, bæjarstarfsmaður
11. Snorri Jónsson, vinnslustjóri
12. Ingibjörg Svanbergsdóttir, eldri borgari
13. Páll Vilhjálmsson, sjómaður
14. Þórdís Bergsdóttir, framkvæmdastjóri

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.